Leita í fréttum mbl.is

Hvað er þetta "Ævermektín"?

Inngangur

Heilbrigðisyfirvöld óttast nú afleiðingar svo nefnds Delta-afbrigðis Sars-Covid-2 vírussins, þar sem bólusettir virðast veikjast af þessu afbrigði jafnt sem óbólusettir. Hefur amk. einn bólusettur einstaklingur lent inn á spítala þess vegna (sjá hér…).

Með nær 90% þjóðarinnar sprautaða með svo nefndum bóluefnum, hljóta menn að velta fyrir sér hvað varð um svo nefnt hjarðónæmi. Var farin rétt leið? Var eitthvað annað i boði?

IVM-heroJá það var klárlega eitthvað annað í boði með miklu öryggi, vitað síðan amk. í desember á síðasta ári. Þar er um að ræða lyfið Ivermectin (borið fram „Ævermektín“ og hér eftir skammstafað IVM)
Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa hins vegar gert allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að þetta vel reynda, nánast aukaverkanalausa og ódýra lyf væri notað.

Hér á eftir verður farið lauslega yfir hvað þetta lyf er og hvernig það verkar gegn vírusnum. Í næsta bloggi mun ég svo fjalla um hvers vegna yfirvöld hér og á nær öllum vesturlöndum koma í veg fyrir notkun þess meðan þróunarríki og lönd í austur-Evrópu (auk Portúgal) nota IVM með góðum árangri í baráttunni við Covid19.

Hvað er Ivermectin

Satoshi ÖmuraÁ sjöunda áratug síðustu aldar skreið japanski örverufræðingurinn Satoshi Ömura á fjórum fótum á golfvelli að taka jarðvegssýn í leit sinni að bakteríudrepandi efnum. Til að gera langa sögu stutta þá kom úr einu sýninu bakterían „streptomyces avermitilis“. Einangrað voru virku efnin avermectin frá þessari bakteríu sem sýndu sig að vera afar áhrifaríkt gegn sníkjudýra-sýkingum í spendýrum. Tvö avermectin voru síðan frekar unnin efnafræðilega til að fá hið þekkta Ivermectin (IVM) sem varð upp úr 1981 eitt mest selda dýralyf í heimi. 1987 var IVM  svo viðurkennt sem lyf fyrir menn og þá ekki síst í baráttunni við árblindu í Afríku sem orsakast af sníkjudýri sem sækir í augu manna og veldur blindu.

Síðan hafa uþb. 4 billjón skammtar lyfsins verið gefnir mönnum um allan heim.
IVM  er í dag án einkaleyfis og afar ódýrt frá framleiðendum. Lyfið er þekkt fyrir litlar sem engar aukaverkanir. Aðeins tveir einstaklingar eru taldir hafa látist af notkun þess, báðir með alvarlegan erfðagalla.
IVM var í raun fyrsta lyf veraldar með virkni gegn fjölbreyttri flóru bæði innri og ytri sníkjudýra, frá þráðormum til liðdýra. Virkni lyfsins á sníkjudýr er í stutt máli þannig að það stöðvar taugaboð í sníkjudýrum og veldur þannig lömun þeirra og dauða.  Hjá spendýrum hefur lyfið hins vegar engin samsvarandi taugaáhrif vegna blóðheilahindrunarinnar (blod-brain-barrier) sem við öll höfum.

Seinna komu í ljós eiginleikar lyfsins gegn vírusum og krabbameini, sem og eiginleikar sem virðast koma jafnvægi á ónæmiskerfið hjá þeim sem eiga við sjálfsofnæmis-sjúkdóma að stríða (gigt ofl.).
Margar ransóknir á IVM vegna þessa hafa farið fram á þessari öld og enn er margt órannsakað, en skilningur á fjölþættri virkan lyfsins fer vaxandi.

Það er því engin furða að margir eru farnir að kalla lyfið „undralyf“ eða „kraftaverkalyf“. Árið 2015 fékk Dr. Ömura og félagi hans William C. Campbell,  Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun lyfsins.

Virkni Ivermectin gegn Sars-Covid-2 vírusnum

Virkni IVM í baráttunni við Covid 9 uppgötvaðist fyrst í mars, 2020 fyrir tilviljun á frönsku hjúkrunarheimili þar sem upp kom kláðamaurs-faraldur og var öllum vistmönnum og starfsmönnum alls 121 manns gefið IVM til að stöðva faraldurinn. Meðalaldur vistmanna var 90 ár. Vikurnar eftir var dánartíðni 4,9% á meðal 3.062 vistmanna á hjúkrunarheimilum nágrenninu vegna Covid19. En á heimilinu þar sem kláðamaurinn kom upp dó enginn, og aðeins tveir fengu vægt Covid19 . Vart þarf að nefna að kláðamaurs-faraldrinum linnti líka.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og og meira en 60 rannsóknir á lyfinu verið gerðar þar af 50 metnar áræðanlegar. Allar rannsóknirnar eru með jákvæða niðurstöðu, þ.e. IVM virkar sem lyf í baráttunni við Covid-19 (unnið úr 50 rannsóknum). Hér eru nýjustu niðurstöður, unnar út frá tölfræðigögnum að teknu tilliti til áræðanleika rannsókna (meta-analysis):

 RannsóknirFyrirbyggjandiMeðf. snemmaMeðf. seintÞátttakendurHöfundar
Allar rannsóknir6085% [75-92%]74% [57-84%]43% [26-56%]21.849573
Með útilokun5088% [75-94%]76% [66-83%]49% [28-64%]17.448512
Ritrýndar3888% [70-95%]75% [59-84%]42% [19-58%]11.464401
Slembiröðuð samanburðarpróf3084% [25-96%]67% [54-76%]29% [3-48%]5.217357
Niðurstöður dánartíðni2396% [41-100%]64% [15-85%]58% [34-73%]10.808235

Heimild: https://ivmmeta.com/

Aðrir þekktir vísindamenn og stofnanir hafa einnig farið yfir gerðar rannsóknir og komist að svipaðri niðurstöðu. Nægir þar að nefna heimsþekkta Tess Lawrie og sjálfan Satoshi Ömura.

Tess hefur biðlað mjög sterkt til Breskra stjórnvalda að hefja notkunn IVM (sjá hér…)Ritrýnd rannsókn hennar og félaga hennar í "The Bird-Group"  hefur verið byrt í "American Journal of Therapeutics" og má finna hér...

Rannsókn Satoshi Ömura leiddi í ljós að það eru minni líkur en 1 á móti 4 trilljón  að niðurstaðn sé röng.

Ein nýjasta rannsóknin er svo gerð af hinni virtu frönsku stofnun Institute Pasteur í París sem sýndi jákvæðar niðurstöður fyrir IVM sem lyfs í baráttunni við Covid faraldurinn. Um rannsókn þessa má lesa hér…

En hvernig má það vera að lyf upprunalega nýtt í baráttu við sníkjudýr gagnast svo vel gegn þessum hættulega kórónavírus; Sars-Covid-2?

Eins og áður sagði er enn margt á huldu um lyfið sem vírus-lyf. Höfum þó í huga að IVM er í grunninn flókin sameind (molecule). Einkum 5 virknimátar eru þekkt í dag mismikið rannsakaðir:IVM-stop-virus01

  1. Það hindrar bindingu SARS-COV-2 gadda-próteins við ACE2 viðtakann á frumum okkar.
    Þar með kemur í veg fyrir að vírusinn nái til fruma líkamans.
    Sýnt hefur verið fram á þetta tölvulíkani.
  2. Ef vírusinn nær hins vegar að tengjast frumu, þá truflar IVM fjölgun vírussinns inn í frumunni, tam. virkni RdRp og 3CTLP ensíma vírussins.
  3. IVM truflar tengingu við svo kölluð „Importin alfa og beta“ í frumum okka.
    En vírusinn tengist þeim til að senda skilaboð í frumukjarnann um að „halda kjafti“.
    Það er að vara ekki aðrar frumur við, með því að senda frá sér svo nefnda „interferons“.
    Þetta kemur í veg fyrir að heilbrigðar frumur „heyri neyðarópið“ frá sýktu frumunni og geti sett upp varnir.
  4. Bólgueyðandi áhrif í Covid19 sjúklingum. Það er að segja vinnur gegn bólgum sem verða af völdum baktería sem koma í kjölfar vírus-sýkingarinnar og valda að frumukjarninn framleiðir cytokines, þar með talið nítro-oxið sem er eitrað. IVM hindrar boðefni (MAPKKs og NF-kB) sem vírusinn notar til að frumukjarninn framleiði cytokines.
  5. IVM kemur í veg fyrir að vírusinn geti bundist svo nefndum CD147 viðtökum á rauðu blóðkornunum okkar. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk í blóðflokki A og B þar sem CD147 viðtakar á rauðu blóðkornum þeirra eru mun fleiri en á rauðu blóðkornum þeirra sem eru í blóðflokk O.

Fyrir þá sem vilja skilja þetta betur þá ráðlegg ég þeim að skoða myndbönd Dr. Mobeen Syed þar sem hann setur þetta fram á afar einfaldan og myndrænan hátt.
Hvernig IVM virkar gegn SARS-COV-2 (26. nóv. 2020)
Virkni IVM gegn SARS-COV-2 uppfært (26. jan. 2021)
Háir skammtar IVM og CD147 binding  (11. mar. 2021)
Vakin skal athygli á því að í öllum þessum myndskeiðum vísar Dr. Syed í rannsóknir sem liggja til grundvallar.

Brennandi spurIVM-stop-virus02ning hlýtur að vera núna hvort IVM virki líka gegn nýjum afbrigðum vírussins svo sem Delta afbrigðinu. Hið ánægjulega svar við þeirri spurningu er JÁ.
Vísandi til ofangreindra 5 virknimáta IVM þá hefur ekkert afbrigði enn komið fram þar sem virkini 1 hættir. Talið er að til þess þurfi verulega stökkbreytingu. Virkni 2, 3 og 4 er óháð afbrigðum og því má koma hvaða stökkbreytta afbrigði sem er, IVM mun virka gegn þeim öllum jafnvel þó stökkbreytingin sé svo stórtæk að virkni 1 og 5 hætti.
Aftur kafar Dr. Mobeen ofan í þetta í þessu myndskeiði:
Ræður IVM við afbrigði vírussins? (4. mar. 2021)

Það er ekki nóg með að IVM virki sem fyrirbyggjandi (ígildi bólusetningar) og sem læknandi gegn Covid19 sjúkdómunum, heldur hefur líka komið í ljós að það er afar áhrifaríkt fyrir langtíma Covid19, þ.e. langtíma eftir-köst sjúkdómsins sem geta varað í marga mánuði og jafnvel ár. Ekki verður farið nánar út í það hér en rétt að vísa á vef „Front Line COVID-19 Critical Care Alliance“ með margar fallega vitnisburði af slíku hér…

Virkni gegn krabbameini

Hér verður ekki farið ítarlega út í virkni IVM gegn krabbameini, enda hefur höfundur ekki enn sett sig vel inn í rannsóknir á því sviði. En þekkt er virkni IVM í meðhöndlun á tam. brjóstakrabbameini og sortuæxlum. Til dæmis má sjá hér eina rannsókn á þessu sviði frá 2017.

Virkni gegn öðrum sjúkdómum

Einhverjar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni lyfsins við sjálfsofnæmissjúkdómum sem leitt hafa til jákvæðra niðurstaðna. Höfundur hefur ekki kynnt sér þær niðurstöður en nefnir þetta hér til fróðleiks.
Svo til gamans hér að lokum þá er orðrómur um að IVM haldi frá bitmý og lúsmý. Hef reyndar heyrt frásagnir fólks af því að mýbit heyri sögunni til eftir að það fór að taka IVM. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En hér má sjá eina ágæta fésbókarfærslu um þetta.

Hvernig tekið inn

IVM er oftast tekið inn í töfluformi eða vökvaformi, en dýr eru gjarnan sprautuð með lyfinu. Skammtastærð er miðuð við líkamsþunga.
Þá hafa einnig verið gerðar tilraunir með að anda IVM að sér, í þeim tilgangi að fá lyfið á þann stað í líkamanum sem þess er mest þarfnast þ.e. í lungun.  Stutt myndskeið um þetta má finna hér.

Lokaorð

Af ofangreindu held ég að flestir sjái að um mjög merkilegt lyf sé að ræða sem hefur fjöl-þætta virkni sem enn á eftir að rannsaka frekar til að öðlast fullan skilning á fjölhæfum virknimátum þess.
Lyfið er það eina sem virkar sem heildar-lausn gegn Covid19 faraldrinum:

  1. Sem fyrirbyggjandi ígildi bóluefnis (óháð nýjum afbrigðum vírussins)
  2. Til lækninga á Covid19 sjúkdómnum
  3. Til meðhöndlunar langtíma eftirkasta Covid19 sjúkdómsins.

Það er því óskiljanlegt að heilbrigðisyfirvöld hér á landi sem og annars staðar á vesturlöndum vinna öllum árum að því að almenningur fái ekki aðgang að þessu lyfi. Á sama tíma er það notað með góðum  árangri annarsstaðar svo sem í mörgum ríkjum hins fjölmenna Indlands, Slóvakíu og víðar.
Lyfjastofnun Íslands sem og Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa nú fengið á sig kærur vegna þessa athæfis.
En duttlungar yfirvalda og WHO gegn IVM verður efni míns næsta bloggs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir frábærlega góðar greinar um þessi mál Þröstur.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2021 kl. 23:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þakka líka kærlega fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2021 kl. 02:00

3 identicon

Takk fyrir þennan góða pistil. Ég hef tekið IVM núna í um 4 mánuði hef ekki fundið neinar aukaverkanir af IVM hef ferðast um landið án þess að fá bit frá skordýrum.

Haraldur Olason (IP-tala skráð) 20.7.2021 kl. 08:31

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þeir Þröstur þessar greinar þínar. 

Hvenær koma Ríkisútvarpið og íslensku blöðin með sannar og traustar fréttir. 

Þá skilur fólkið að þetta er ekkert vanbamál, aðeins að nota réttu lausnirnar.

Ég fór í Lyfju fyrir mörgum mánuðum og spurði lyfjafræðing um ivermectin. 

Ég fékk það svar að þetta væri dýralyf. 

Ég vildi ekki fara að fræða aðilann þarna í afgreiðslunni. 

Ég geri ráð fyrir að yfir menn hjá Lyfju hafi sagt sínum starfsmönnum hvernig svara ætti svona spurningum. 

Haraldur Ólafsson, hvar fékst þú ivermectin? 

Egilsstaðir, 20.07.2021.  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.7.2021 kl. 09:40

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Takk fyrir frábæran pistil og takk fyrir að gefa þér tíma í að upplýsa okkur almennig

hvað er í gangi. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.7.2021 kl. 18:25

6 identicon

Það er reyndar mjög skiljanlegt afhverju afhverju stofnanir vilja ekki viðurkenna virkni Ivermectins. Því þá myndu bóluefnin ekki fá neyðarleyfi!! Það er ekki hægt að fá neyðarleyfi ef það er virk meðferð til staðar. Þetta sýnir (virðist vera) þann einhug sem er í gangi að láta bóluefni ganga fyrir öllu.

Halli Magg (IP-tala skráð) 21.7.2021 kl. 23:11

7 identicon

Takk takk fyrir þessi frábæru skrif Þröstur. Vonandi fer fólk að vakna úr heilaþvottinum sem RUV og stjórnendur lands og heilsu okkar hafa staðið fyrir varðandi þessi mál.

Pálmi Einarsson (IP-tala skráð) 26.7.2021 kl. 15:05

8 identicon

Flott grein og algjörlega óskiljanlegt hvað heilbrigðiskerfið er seint að taka við sér og nýta ekki bæði Ivermectin og Plaquenil fyrir og eftir Covid sýkingar. ég tek Ivermectin í törnum þar sem ég er að eiga við lyme, en mér hefur ekki tekist að fá það með hefðbundunm leiðinum hér innan lands.

Guðrún Marteinsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2021 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þröstur Jónsson
Þröstur Jónsson

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband