19.8.2021 | 11:11
ÞAÐ ER LJÓTT AÐ SEGJA ÓSATT!
INNGANGUR
Einn af hornsteinum okkar frjálsa samfélags er að geta treyst stjórnvöldum sem hafa það hlutverk að þjóna okkur en ekki drottna. Þau eiga að segja rétt og skilmerkilega frá. Því miður er að verða nokkuð mikill misbrestur þar á, hjá háttsettum íslenskum embættismönnum. Hvað viðkomandi embættismönnum gengur til verður hver og einn að dæma sjálfur, en eitthvað hafa þeir að verja með röngum upplýsingum. Ekki er það fólkið í landinu sem þeir eru að verja þannig. Kerfið á ekki að verja sjálft sig, heldur á það að verja þau sem það á að þjóna; fólkið í landinu.
TÖLFRÆÐI SÓTTVARNALÆKNIS
Hef tekið út þennan lið meðan samanburður gagna á covid.is og gagna sóttvarnalæknis fer fram. Það virðist vera eitthvað misræmi þar á ferðinni. Hef kallað eftir gögnum/útskýringum.
FORSTJÓRI LYFJASTOFNUNAR
Lyfjastofnun okkar Íslendinga er sérkennileg stofnun, sem manni finnst oft vera stofnun utan um sjálfa sig eða einfaldur leppur Lyfjastofnunar Evrópu.
Orð Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra stofnunarinnar hafa æði oft fengið mig til að klóra mér í hausnum.
Í þessari frétt 18. ágúst, er haft eftir forstjóranum að lyfið Ivermectin sé gagnslaust í baráttunni við covid19 faraldurinn. Vísar hún þar til yfirlýsinga Evrópsku og Bandarísku lyfjastofnunarinnar. Nú er alvitað að mikill fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að lyf þetta er afar gagnlegt og það er notað víða um heim með góðum árangri. Hef ég margoft bloggað um þetta fyrr og vísað í mjög traustar heimildir.
Orð forstjórans koma hins vegar ekki á óvart því hún hefur sýnt og sannað að hún ætlar ekki að leyfa þetta lyf í barátunni við Covid-19 over her dead body. Er skemmst að minnast samskipta stofnunarinnar við lækninn Karl Snæbjörnsson í þeim efnum sem hefur kært stofnunina fyrir svara-leysi sitt. Líkur eru á að stofnunin sé að brjóta lög og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í óskiljanlegri herferð heilbrigðisyfirvalda gegn þessu áhrifaríka lyfi í baráttunni við vírusinn.
Í ofangreindri frétt virðist því forstjórinn fara með fleipur, upp í opið geðið á þjóðinni, sem er stór alvarlegt mál þar sem líf, heilsa og efnahagur þjóðarinnar er að veði.
Það jákvæða í ummælum forstjórans er hinsvegar það að hún hafi fengið ábendingar um að lyfið sé í notkunn hér á landi. Það sýnir að enn kann fólk hér á landi að bjarga sér þegar yfirvöld bregðast hlutverki sínu.
TILGANGUR FJÖLMIÐLA
Fjölmiðlar í landinu eru afar slappir að veita slíkum embættismönnum aðhald þegar kemur að staðhæfingum þeirra. Embættismennirnir virðast svo ganga á lagið, vitandi að fjölmiðlar sauma aldrei að þeim þegar kemur að covid-umræðunni og virðast því geta sagt okkur söguna um nýju fötin keisarans eftir hentugleikum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.